AM hliðtengdar sláttuvélar

ActiveMow – hliðtengdar diskasláttuvélar

AM línuna í sláttuvélum frá Krone þekkja íslenskir bændur, enda hafa þær sést á fjölmörgum túnum í fjölmörg ár. Á hverju ári fá þær þó uppfærslu, svo þær eru jafn framúrstefnulegar í dag og þær voru þegar þær sáust hér fyrst. Fáir framleiðendur komast nálægt AM vélunum hvað varðar nákvæman og hreinan skurð. Það sem einkennir helst AM vélarnar er að sláttuborðið er alveg lokað og því að mestu leyti viðhaldsfrítt. Allar Krone sláttuvélar koma með Quick-change (hraðskipti) hnífum og SafeCut diskavörn. Allt í kringum AM línuna er hannað til að vera einfalt, öruggt og hagkvæmt. Það ætti hver sem er að getað sest inn í vél og byrjað að slá með AM. 

Quick-change hnífar

Í dag ætti ekki að framleiða vélar þar sem þarf heilan verkfæraskáp, marga lausa klukkutíma og þokkalega heilan skrokk til að skipta um hnífa í sláttuvélum. Þetta veit Krone og því tekur aðeins augnablik að skipta um hníf í öllum sláttuvélum sem við bjóðum upp á.

SafeCut diskavörn

Eins og of margir vita geta orðið ljót tjón þegar sláttuvél rekst á eitthvað sem hún er alls ekki gerð fyrir. Það er ekki ódýrt spaug, bæði tímalega og seðlalega, að þurfa að skipta um disk í sláttuvél ef hún rekst í eitthvað. Þess vegna fann Krone upp SafeCut diskavörnina, sem hámarkar vörnina gegn einmitt þessu.

Einfalt og endist

AM vélarnar eru léttar og meðfærilegar. Lítið sem ekkert fer fyrir gírnum og enginn innri klossi er á vélinni. Þetta er gert til að hafa vélina eins lipra og mögulegt er, svo hún henti sem best við erfiðar aðstæður. Sláttuborðið er í raun mjög einföld lína af stórum tannhjólum svo aflið frá dráttarvélinni kemst auðveldlega til skila.

ActiveMow línan 2021

AM sláttuvélarnar koma í þremur útfærslum 2021. Hér fyrir neðan er listi yfir allar týpurnar. Verðin eru gefin upp án virðisaukaskatts og breytast í takt við gengi evru. Verðin miða við gengið EUR = 160. Allar vélar sem eru forpantaðar eru afhentar samsettar og heim á hlað.

Hér er listi yfir staðalbúnað AM línunnar, sem á við um allar týpur:

Stillanleg gormafjöðrun.
Vélin fer upp í 100° í flutningi.
540 snúninga/mín aflúrtaksþörf
SafeCut diskavörn.
Quick change hraðskiptiblöð.
Viðhaldsfrítt sláttuborð.
Sláttuborð laust frá ytri enda.

 

Skoða bækling um AM línuna.

AM R240

Vinnubreidd 2.44 m.
4 diskar + 2 tromlur
Aflþörf 41 hestafl
Þyngd 550 kg.

1.440.000 + vsk.

 

AM R280

Vinnubreidd 2.83 m.
5 diskar + 2 tromlur
Aflþörf 55 hestöfl
Þyngd 605 kg.

1.590.000 + vsk.

 

AM R320

Vinnubreidd 3.22 m.
6 diskar + 2 tromlur
Aflþörf 68 hestöfl
Þyngd 650 kg.

1.740.000 + vsk.

 

AM R360

Vinnubreidd 3.61 m.
7 diskar + 2 tromlur
Aflþörf 75 hestöfl
Þyngd 740 kg.

1.890.000 + vsk.

 

Endilega hafið samband!

888-6415

Beinn sími hjá sölumönnum okkar.

hesja@hesja.is

Svörum tölvupóstum fljótt. 

Vefspjall

Spjallaðu við sölumann hér í horninu.

Öruggar kortagreiðslur

 

Hesja ehf.
Kt. 600616-1100
Glerárgötu 7

600 Akureyri
Banki 0301-26-9145

AB varahlutir eru í
Glerárgötu 7 á Akureyri.

Eigum gott úrval bílavarahluta
á lager frá þekktum framleiðendum.

415-6415

Opið 8-18 á virkum dögum
og 10-14 á laugardögum.

Það er fljótlegt að hafa
samband hér fyrir neðan