EasyCut sláttuvélar

með knosara

EasyCut sláttuvélar með knosara

Í alvöru verk þarf alvöru vélar, þar koma EasyCut vélarnar með knosara inn í dæmið. Allt í þessum vélum er hannað til að spara þér tíma og vinnu. Þessar vélar voru nokkuð lengi að komast inn á íslenskan markað en á hverju ári sjá fleiri og fleiri sér hag í því að slá, þurrka og snúa heyinu í einni lotu. Oftar en ekki er útkoman á heyinu eftir einn slátt akkúrat eins og hún á að vera. Því henta þessar vélar einmitt vel á Íslandi þar sem þurrkur stoppar oft stutt og nýta þarf vel hverja mínútu. Eins og allar sláttuvélar frá Krone koma þessar vélar með viðhaldsfríu lokuðu sláttuborði, Quick-change hnífum og SafeCut diskavörn. EasyCut vélarnar eru þekktar fyrir frábæra endingu, lítið viðhald og hljóðláta vinnslu.

Quick-change hnífar

Í dag ætti ekki að framleiða vélar þar sem þarf heilan verkfæraskáp, marga lausa klukkutíma og þokkalega heilan skrokk til að skipta um hnífa í sláttuvélum. Þetta veit Krone og því tekur aðeins augnablik að skipta um hníf í öllum sláttuvélum sem við bjóðum upp á.

SafeCut diskavörn

Eins og of margir vita geta orðið ljót tjón þegar sláttuvél rekst á eitthvað sem hún er alls ekki gerð fyrir. Það er ekki ódýrt spaug, bæði tímalega og seðlalega, að þurfa að skipta um disk í sláttuvél ef hún rekst í eitthvað. Þess vegna fann Krone upp SafeCut diskavörnina, sem hámarkar vörnina gegn einmitt þessu.

V-laga stáltindar

Knosararnir frá Krone eru frábrugðnir mörgum öðrum framleiðendum að því leyti að í þeim eru V-laga stáltindar. Tindarnir ná yfir alla vinnslubreidd vélanna. Með því að hafa þá V-laga næst minni þyngd og vélin vinnur léttar þar sem þeir eru þunnir og léttir í snúningum. Þannig komast þessar vélar upp með að þurfa ekki svo kraftmiklar dráttarvélar.

EasyCut knosaralínan 2020

EasyCut sláttuvélar með knosara koma í fjórum útfærslum 2020. Þar af eru tvær venjulegar miðjuhengdar með knosara og svo tvær dragtendgar með knosara, eins og sjá má á mynd. Hér fyrir neðan er listi yfir allar týpurnar. Verðið sem gefið er upp er forpöntunarverð, sem gildir ef pantað er fyrir 20. desember 2019. Verðin eru gefin upp án virðisaukaskatts og breytast í takt við gengi evru. Verðin miða við gengið EUR = 136. Allar vélar sem eru forpantaðar eru afhentar samsettar og heim á hlað.

Hér er listi yfir staðalbúnað EasyCut línunnar, sem á við um allar týpur:

Stillanleg gormafjöðrun.
Nýr öflugur rammi – henta nú líka stærri vélum.
540 snúninga/mín aflúrtaksþörf.
SafeCut diskavörn.
Quick change hraðskiptiblöð.
Viðhaldsfrítt sláttuborð.
DuoGrip miðjufesting.

 

Skoða bækling um EasyCut línuna.

EasyCut R280CV

Með stáltindaknosara
Miðjuhengd

Vinnubreidd 2.73 m.

4 diskar + 2 tromlur
Aflþörf 70 hestöfl
Þyngd 1.120 kg.
Fer upp í 124° í flutningi

2.140.000 + vsk.

 

EasyCut R320CV

Með stáltindaknosara
Miðjuhengd
Vinnubreidd 3.165 m.

5 diskar + 2 tromlur
Aflþörf 80 hestöfl
Þyngd 1.260 kg.
Fer upp í 124° í flutningi

2.440.000 + vsk.

 

EasyCut 3600CV

Með stáltindaknosara
Dragtengd

Vinnubreidd 3.6 m.

6 diskar + 2 tromlur
Aflþörf 90 hestöfl
Þyngd 2.700 kg.

3.990.000 + vsk.

 

EasyCut 6210CV

Með stáltindaknosara
Dragtengd
Vinnubreidd 6.2 m.

10 diskar + 4 tromlur
Aflþörf 150 hestöfl
Þyngd 5.200 kg.

7.990.000 + vsk.

 

Endilega hafið samband!

888-6415

Beinn sími hjá sölumönnum okkar.

hesja@hesja.is

Svörum tölvupóstum fljótt. 

Vefspjall

Spjallaðu við sölumann hér í horninu.

Öruggar kortagreiðslur

 

Hesja ehf.
Kt. 600616-1100
Glerárgötu 36

600 Akureyri
Banki 0301-26-9145

AB varahlutir eru í
Glerárgötu 36 á Akureyri.

Eigum gott úrval bílavarahluta
á lager frá þekktum framleiðendum.

415-6415

Opið 8-18 á virkum dögum
og 10-14 á laugardögum.

Það er fljótlegt að hafa
samband hér fyrir neðan