KWT dragtengdar snúningsvélar

KWT dragtengdar snúningsvélar

Snúningsvélarnar frá Krone ættu að vera flestum kunnugar. Lengst af voru KW lyftutengdu vélarnar algengasta valið en á hverju ári færa sig fleiri yfir í dragtengdar KWT snúningsvélar. Dragtengdar vélar eru bæði léttari og þurfa ekki sama afl miðað við vinnslubreidd og lyftutengdar vélar. Þetta er því í takt við þróunina sem við erum að sjá á Íslandi þar sem á hverju ári færa sig fleiri bændur og verktakar yfir í stærri vélar, en við bjóðum KWT upp í 20 metra vinnslubreidd. Það sem einkennir þessar vélar helst eru viðhaldsfríu OctoLink fingratengin og vökvasmurðu gírhúsin.  Á öllum týpum kasta endastjörnur heyinu inn að miðju til að auðvelda rakstur. Hægt er að stilla hallann á vélinni ýmist handvirkt án verkfæra eða á sumum týpum með glussa.

OctoLink fingratengi

Tengin eða kúplingarnar á öllum liðamótum kallar Krone OctoLink. Þetta eru sterk átta fingra tengi sem eru alltaf að einhverju leyti tengd saman, jafnvel þegar vélin er samanbrotin í 180°. Með þessu móti er öruggt að allar stjörnur snúast alltaf þegar aflúrtak fer í gang. Þetta fyrirbyggir tjón og eykur endingatíma vélanna til muna.

Vökvasmurð gírhús

Gírhúsin á öllum Krone snúningsvélum eru vökvaböðuð, lokuð og viðhaldsfrí. Gírhúsin koma neðan á drifrásina og hver og einn gír sinnir aðeins því hlutverki að snúa einni stjörnu. Þau eru því óháð drifrásinni og húsin sjálf taka á sig högg og titring, þannig að gírinn sjálfur er alltaf öruggur.

Auðveld stillingaratriði

Krone snúningsvélarnar búa yfir ýmsum atriðum sem hægt er að stilla á auðveldan hátt til henta hverju verkefni. Til að mynda er hægt að stilla hallann á stjörnunum, til að mynda eftir rakastigi og viðkvæmni sprettu, eða eftir því hvort markmiðið er að snúa eða að tæta. Einnig er öll vélin skekkjanleg til að ná úr hornum og erfiðum aðstæðum.

KWT dragtengda snúningsvélalínan 2021

KWT dragtengdu snúningsvélarnar koma í níu vinnubreiddum 2021, auk þess sem við bjóðum upp á lyftutengdar snúningsvélar. Allar dragtengdu vélarnar eru á vagni nema þessar tvær minnstu. Hér fyrir neðan er listi yfir allar týpurnar af dragtengdu vélunum. Verðin eru gefin upp án virðisaukaskatts og breytast í takt við gengi evru. Verðin miða við gengið EUR = 160. Allar vélar sem eru forpantaðar eru afhentar samsettar og heim á hlað.

Hér er listi yfir staðalbúnað KWT snúningsvélanna, sem á við um allar týpur:

Viðhaldsfrí OctoLink fingatengi.
540 snúninga/mín aflúrtaksþörf.
Sterkir 9.5 mm. tindar 
Stillanlegur 13-19° halli vélar án verkfæra. 

 

 

Skoða bækling um KWT línuna.

KW5.52/4X7T

Þessi vél er ekki á vagni.
Vinnubreidd 5.5 m.

Flutningsbreidd 2.98 m.
4 stjörnur með 7 tindum

Aflþörf 25 hestöfl
Þyngd 630 kg.

1.390.000 + vsk.

 

KW7.82/6X7T

Þessi vél er ekki á vagni.
Vinnubreidd 7.8 m.

Flutningsbreidd 2.98 m.
6 stjörnur með 7 tindum
Aflþörf 25 hestöfl
Þyngd 1.030 kg.

2.290.000 + vsk.

 

KWT7.82/6X7

Vinnubreidd 7.8 m.
Flutningsbreidd 2.98 m.
6 stjörnur með 7 tindum

Aflþörf 50 hestöfl
Þyngd 1.280 kg.

2.690.000 + vsk.

 

KWT8.82/8

Vinnubreidd 8.8 m.
Flutningsbreidd 2.98 m.
8 stjörnur með 6 tindum
Aflþörf 50 hestöfl
Þyngd 1.480 kg.

2.890.000 + vsk.

 

KWT10.02/10

Vinnubreidd 10 m.
Flutningsbreidd 2.98 m.
10 stjörnur með 5 tindum

Aflþörf 55 hestöfl
Þyngd 1.710 kg.

3.490.000 + vsk.

 

KWT11.22/10

Vinnubreidd 10.95 m.
Flutningsbreidd 2.98 m.
10 stjörnur með 6 tindum
Aflþörf 55 hestöfl
Þyngd 1.770 kg.

3.790.000 + vsk.

 

KWT1300

Vinnubreidd 13.1 m.
Flutningsbreidd 2.98 m.
12 stjörnur með 6 tindum

Aflþörf 60 hestöfl
Þyngd 2.600 kg.

4.490.000 + vsk.

 

KWT1600

Vinnubreidd 15.27 m.
Flutningsbreidd 2.98 m.
14 stjörnur með 6 tindum
Aflþörf 80 hestöfl
Þyngd 3.490 kg.

5.590.000 + vsk.

 

KWT2000

Vinnubreidd 19.6 m.
Flutningsbreidd 2.98 m.
18 stjörnur með 6 tindum
Aflþörf 90 hestöfl
Þyngd 4.860 kg.

7.590.000 + vsk.

 

Endilega hafið samband!

888-6415

Beinn sími hjá sölumönnum okkar.

hesja@hesja.is

Svörum tölvupóstum fljótt. 

Vefspjall

Spjallaðu við sölumann hér í horninu.

Öruggar kortagreiðslur

 

Hesja ehf.
Kt. 600616-1100
Glerárgötu 7

600 Akureyri
Banki 0301-26-9145

AB varahlutir eru í
Glerárgötu 7 á Akureyri.

Eigum gott úrval bílavarahluta
á lager frá þekktum framleiðendum.

415-6415

Opið 8-18 á virkum dögum
og 10-14 á laugardögum.

Það er fljótlegt að hafa
samband hér fyrir neðan