Comprima rúllusamstæður

Comprima CF 155 XC
Comprima CV 150 XC

Comprima – nákvæmlega eins og þú vilt hafa hana.

Comprima rúllusamstæðurnar eru að verða þekktar hér á landi og það má segja að það sé þrennt sem einkennir þær helst. Það er að þær eru einfaldar í notkun og viðhaldi, þær eru hljóðlátar og þær eru sterklega byggðar. 

Í grunninn koma þær í tveimur útfærslum – CF eða CV.

CF lauskjarna vél: Krone Comprima CF vélarnar eru í sérflokki þegar kemur að lauskjarna rúllusamstæðum. Þessar vélar eru með breytilegri rúllustærð og skila einum þéttustu rúllum sem völ er á. Þessar vélar eru orðnar vel þekktar hér á landi og virðast henta íslensku landslagi einstaklega vel.

CV fastkjarna vél: Krone Comprima CV fastkjarnavélarnar eru einar afkastamestu vélar á markaðnum í dag. Þessar vélar eru sérstaklega vinsælar meðal verktaka. Helstu kostir þeirra eru stillingarmöguleikarnir sem þær bjóða upp á og hversu auðvelt að aðlaga rúllurnar að þörfum hvers og eins. 

Öruggt ferli

Um leið og rúllan er komin í net/plast opnast hlerinn og á sama tíma fer pökkunarborðið aftur, og losar sig þá við fyrri rúllu ef hún er enn á því. Öflugar lyftur sem stýrt er með keðjum flytja rúlluna aftur á pökkunarborð og hlerinn lokast. Þá geturðu byrjað að safna í næstu rúllu á meðan plöstunin á sér stað.

EasyFlow sópvinda og XCut söxun

Krone hannaði EasyFlow sópvinduna með það í huga að ná sem mestri vinnubreidd, án þess að það komi niður á hreinsun á landi og jafnri dreifingu. Grasið dreifist því jafnt þrátt fyrir misbreiða garða. Við tekur svo XCut söxunin sem er öflugur búnaður sem skilur ekkert eftir.

Brautarlaus sópvinda

Þökk sé einfaldri hönnun EasyFlow sópvindunnar eru slitfletirnir fáir og auðvelt að sinna helsta viðhaldi, eins og að skipta um tinda.

Tandem öxlar

Allar Krone samstæður koma á tvöföldum öxlum. Það segir sig sjálft að það léttir mikið á landinu, en þessir öxlar eru sérhannaðir til að særa ekki land í beyjum.

Comprima CF 155 XC

Lauskjarna rúllusamstæða með breytilegri rúllustærð.

Lágmarks aflþörf: 100 hestöfl
Flotmikil dekk: 500/55-20 12 PR

Stærð rúllu: 1.25-1.5m x 1.2m
EasyFlow brautalaus sópvinda – 2.15 m.
Fimm raðir af tindum – W röðun
17 hnífa söxun með útslætti á hvern hníf
Vökastýrð stíflulosun
Stillanleg forstrekking – 50-70%

Geymsluhólf fyrir 10 rúllur
Sjálfvirk smurstöð 
fyrir keðjur

Grunnverð vélarinnar gerir ráð fyrir því að hún verði notuð með dráttarvél sem er með ISOBUS stjórntækjum og því fylgir ekki sér stjórntölva, hún er í boði sem aukabúnaður.  

Verð: 10.490.000 + vsk.

Aukabúnaður í boði:

Plast- og netbinding í stað nets: 650.000 + vsk.
Stjórntölva CCI 1200 snertiskjár: 350.000 + vsk.
Myndavél fyrir CCI 1200: 100.000 + vsk.
Rúllusparkari: 190.000 + vsk.

26 hnífa söxun í stað 17 hnífa: 240.000 + vsk.

Verðin eru gefin upp án virðisaukaskatts og breytast í takt við gengi evru. Verðin miða við gengið EUR = 160. Allar vélar sem eru forpantaðar eru afhentar samsettar og heim á hlað.

Verðin eru gefin upp án virðisaukaskatts og breytast í takt við gengi evru. Verðin miða við gengið EUR = 160. Allar vélar sem eru forpantaðar eru afhentar samsettar og heim á hlað.

Comprima CV 150 XC

Fastkjarna rúllusamstæða með breytilegri rúllustærð.

Lágmarks aflþörf: 100 hestöfl
Flotmikil dekk: 500/55-20 12 PR

Stærð rúllu: 1.00-1.5m x 1.2m
EasyFlow brautalaus sópvinda – 2.15 m.
Fimm raðir af tindum – W röðun
17 hnífa söxun með útslætti á hvern hníf
Vökastýrð stíflulosun
Stillanleg forstrekking – 50-70%

Geymsluhólf fyrir 12 rúllur
Sjálfvirk smurstöð 
fyrir keðjur

Grunnverð vélarinnar gerir ráð fyrir því að hún verði notuð með dráttarvél sem er með ISOBUS stjórntækjum og því fylgir ekki sér stjórntölva, hún er í boði sem aukabúnaður.  

Verð: 11.290.000 + vsk.

Aukabúnaður í boði:

Plast- og netbinding í stað nets: 650.000 + vsk.
Stjórntölva CCI 1200 snertiskjár: 350.000 + vsk.
Myndavél fyrir CCI 1200: 100.000 + vsk.
Rúllusparkari: 190.000 + vsk.

26 hnífa söxun í stað 17 hnífa: 240.000 + vsk.

Endilega hafið samband!

888-6415

Beinn sími hjá sölumönnum okkar.

hesja@hesja.is

Svörum tölvupóstum fljótt. 

Vefspjall

Spjallaðu við sölumann hér í horninu.

Öruggar kortagreiðslur

 

Hesja ehf.
Kt. 600616-1100
Glerárgötu 7

600 Akureyri
Banki 0301-26-9145

AB varahlutir eru í
Glerárgötu 7 á Akureyri.

Eigum gott úrval bílavarahluta
á lager frá þekktum framleiðendum.

415-6415

Opið 8-18 á virkum dögum
og 10-14 á laugardögum.

Það er fljótlegt að hafa
samband hér fyrir neðan