Swadro rakstrarvélar

Einnar stjörnu

Swadro – einnar stjörnu rakstrarvélar

Það sem einkennir einnar stjörnu Swadro rakstrarvélarnar eru burðarvagnarnir sem eru breiðir og með tandem öxlum. Þeir bera af flestum öðrum framleiðendum þegar kemur að styrkleika og endingu, sem má rekja til þess hversu einföld hönnunin er. Krone framleiðir rakstrarvélar allt upp í 20 metra vinnubreidd og hönnunin á þeim öllum er sú sama – sem gefur sterklega til kynna hversu létt minnstu vélarnar vinna. Það er þrennt sem er talað áberandi mest um þegar kemur að einnar stjörnu vélunum. Fyrir það fyrsta er það fullkomin stjórn á vélinni þegar hún er komin út á tún – hún fylgir landinu vel og nær vel í kanta við þröngar aðstæður. Næst er það hversu góð og einföld stillingaratriðin eru til að ákveða hvernig hún á að fylgja vélinni – en það er stillt með yfirtenginu. Síðasta atriðið er hversu mörg stillingaratriði eru til að vélin virki nákvæmlega eins og þú vilt. 

Einnar stjörnu Swadro línan 2021

Einnar stjörnu Swadro múgavélarnar koma í fjórum vinnubreiddum 2021, stærsta vélin er svo líka í boði dragtengd. Hér fyrir neðan er listi yfir allar týpurnar. Verðin eru gefin upp án virðisaukaskatts og breytast í takt við gengi evru. Verðin miða við gengið EUR = 160. Allar vélar sem eru forpantaðar eru afhentar samsettar og heim á hlað.

 

Swadro 35

Vinnubreidd 3.5 m.
60-120 cm. múgur
Flutningsbreidd 1.9 m.
Þyngd 532 kg.
10 tindaarmar (5 flutnings)
3 tindar á hverjum armi
Aflþörf 31 hestafl

990.000 + vsk.

 

Swadro 38

Vinnubreidd 3.8 m.
60-130 cm. múgur
Flutningsbreidd 1.9 m.
Þyngd 565 kg.
10 tindaarmar (5 flutnings)
4 tindar á hverjum armi
Aflþörf 31 hestafl

1.090.000 + vsk.

 

Swadro 42

Vinnubreidd 4.2 m.
80-150 cm. múgur
Flutningsbreidd 2.3 m.
Þyngd 640 kg.
13 tindaarmar (7 flutnings)
4 tindar á hverjum armi
Aflþörf 50 hestöfl

1.390.000 + vsk.

 

Swadro 46

Vinnubreidd 4.6 m.
80-180 cm. múgur
Flutningsbreidd 2.55 m.
Þyngd 665 kg.
13 tindaarmar (7 flutnings)
4 tindar á hverjum armi
Aflþörf 50 hestöfl

1.490.000 + vsk.

 

Swadro 46T

Dragtengd – ekki á beisli
Vinnubreidd 4.6 m.

80-180 cm. múgur
Flutningsbreidd 2.55 m.
Þyngd 820 kg.
13 tindaarmar (7 flutnings)
4 tindar á hverjum armi
Aflþörf 31 hestafl

1.790.000 + vsk.

 

Endilega hafið samband!

888-6415

Beinn sími hjá sölumönnum okkar.

hesja@hesja.is

Svörum tölvupóstum fljótt. 

Vefspjall

Spjallaðu við sölumann hér í horninu.

Öruggar kortagreiðslur

 

Hesja ehf.
Kt. 600616-1100
Glerárgötu 7

600 Akureyri
Banki 0301-26-9145

AB varahlutir eru í
Glerárgötu 7 á Akureyri.

Eigum gott úrval bílavarahluta
á lager frá þekktum framleiðendum.

415-6415

Opið 8-18 á virkum dögum
og 10-14 á laugardögum.

Það er fljótlegt að hafa
samband hér fyrir neðan