Swadro rakstrarvélar

Tveggja stjörnu – miðjurakstur

 

Swadro – tveggja stjörnu með miðjurakstri

Það sem einkennir Swadro TC miðjurakstrarvélarnar er helst svigrúmið sem þú hefur til að stilla vinnubreiddina, óvenju há lyftigeta við jaðra og ótrúlega jafn rakstur við fjölbreyttar aðstæður. Þessar vélar eru þekktar fyrir að ná að hreinsa landið merkilega vel þrátt fyrir hraðan vinnuhraða og skila jöfnum múgum við mismunandi aðstæður. Ein stærsta ástæðan fyrir þessu er sérstök fjöðrun fyrir stjörnuna sem Krone hefur lengi montað sig af, enda ótrúlega einfaldur búnaður. Á milli burðarvagnsins og stjarnanna eru sterkir gormar sem ná að flytja mest allt álagið sem venjulega myndi lenda á stjörnunum yfir á burðarvagninn. Þannig eru stjörnurnar alltaf léttar og ná að aðlaga sig landinu betur. Á sama tíma geta þær verið léttari en algengt er svo hægt er að lyfta annarri stjörnunni mun hærra en flestir framleiðendur ná þegar verið er að manúera. 

Tveggja stjörnu Swadro línan 2021

Koma í fimm vinnubreiddum 2021. Hér fyrir neðan er listi yfir allar týpurnar. Verðin eru gefin upp án virðisaukaskatts og breytast í takt við gengi evru. Verðin miða við gengið EUR = 160. Allar vélar sem eru forpantaðar eru afhentar samsettar og heim á hlað.

 

Swadro TC640

Vinnubreidd 5.7-6.4 m.
Stillt handvirkt (glussi í boði)
Þyngd 1.400 kg.
2 x 10 tindaarmar
3 tindar á hverjum armi
Aflþörf 35 hestöfl

2.890.000 + vsk.

 

Swadro TC760

Vinnubreidd 6.8-7.6 m.
Stillt handvirkt (glussi í boði)
Þyngd 1.950 kg.
2 x 13 tindaarmar
4 tindar á hverjum armi
Aflþörf 50 hestöfl

3.390.000 + vsk.

 

Swadro TC880

Vinnubreidd 7.6-8.8 m.
Stillt með glussa
Þyngd 2.350 kg.
2 x 13 tindaarmar
4 tindar á hverjum armi
Aflþörf 50 hestöfl

3.890.000 + vsk.

 

Swadro TC930

Vinnubreidd 8.1-9.3 m.
Stillt með glussa
Þyngd 2.780 kg.
2 x 15 tindaarmar 
4 tindar á hverjum armi
Aflþörf 70 hestöfl

4.490.000 + vsk.

 

Swadro TC1000

Vinnubreidd 8.9-10 m.
Stillt með glussa
Þyngd 3.000 kg.
2 x 15 tindaarmar (8 flutnings)
4 tindar á hverjum armi
Aflþörf 70 hestöfl

5.290.000 + vsk.

 

Endilega hafið samband!

888-6415

Beinn sími hjá sölumönnum okkar.

hesja@hesja.is

Svörum tölvupóstum fljótt. 

Vefspjall

Spjallaðu við sölumann hér í horninu.

Öruggar kortagreiðslur

 

Hesja ehf.
Kt. 600616-1100
Glerárgötu 7

600 Akureyri
Banki 0301-26-9145

AB varahlutir eru í
Glerárgötu 7 á Akureyri.

Eigum gott úrval bílavarahluta
á lager frá þekktum framleiðendum.

415-6415

Opið 8-18 á virkum dögum
og 10-14 á laugardögum.

Það er fljótlegt að hafa
samband hér fyrir neðan