Swadro rakstrarvélar

Swadro rakstrarvélar

Rakstrarvélarnar frá Krone eru orðnar þekktar á Íslandi fyrir einfaldleika og áreiðanleika. Líkt og á öðrum tækjum frá Krone eru gírhúsin á Swadro rakstrarvélunum lokuð og vökvasmurð og þurfa ekki reglulegt viðhald. Það sem sker Krone frá öðrum rakstrarvélaframleiðendum er hönnunin á tindaörmunum og stýringunum sem þeir ganga í. Stýringarnar eru úr sterkustu gerð af áli og í þeim eru legur í báðum endum. Þannig þola vélarnar mikið álag og tryggt er að raksturinn sé jafn og vélin stöðug, jafnvel í þungum aðstæðum. Á sama tíma er rótorinn eins einfaldur og hægt er og þarfnast ekki reglulegs viðhalds. Öll hönnunin á Swadro rakstrarvélunum miðar að því að ná sem hreinustum rakstri, án þess að særa jarðveginn.

Öflugar stýringar

Stýringarnar sem tindaarmarnir leika í eru úr öflugustu gerð af áli. Í báðum endum eru lokaðar legur. Markmiðið með því er að hafa sem lengst á milli þeirra, svo armarnir séu eins stöðugir og mögulegt er í þungri vinnslu. Legurnar eru lokaðar og þurfa ekki reglulegt viðhald.

Fylgir landinu

Vélin öll er hönnuð til að ná sem bestum rakstri í öllum aðstæðum. Vélin öll skekkist og tindar lyftast upp eftir því hvernig landið liggur. Þannig nær vélin að raka allt sem á vegi hennar verður, án þess að særa jarðveginn. Allt er þetta eins einfalt og hægt er og ekkert sem getur klikkað í þessu.

Margar útfærslur

Swadro rakstrarvélarnar eru til bæði einnar og tveggja stjörnu, með rakstri til hliðar eða í miðju og svo á vagni eða ekki. Samtals bjóðum við því upp á 15 útfærslur af Swadro – svo þú ættir að finna eitthvað við þitt hæfi.

Swadro rakstrarvélalínan 2020

Swadro rakstrarvélarnar koma í mörgum útfærslum – einnar stjörnu, tveggja stjörnu með miðjurakstri og tveggja stjörnu með rakstri til hliðar. Hér fyrir neðan geturðu kynnt þér verð og búnað á öllum týpum í hverri útfærslu fyrir sig. Einnig eru til stærri vélar, allt að 19 metra – ekki hika við að setja þig í samband við sölumann til að kynna þér þær vélar frekar. Verðið sem gefið er upp er forpöntunarverð, sem gildir ef pantað er fyrir 20. desember 2019. Verðin eru gefin upp án virðisaukaskatts og breytast í takt við gengi evru. Verðin miða við gengið EUR = 136. Allar vélar sem eru forpantaðar eru afhentar samsettar og heim á hlað.

Skoða bækling um Swadro línuna.

Kynntu þér hverja útfærslu nánar hér:

Einnar stjörnu

Tveggja stjörnu miðju

Tveggja stjörnu hliðar

Endilega hafið samband!

888-6415

Beinn sími hjá sölumönnum okkar.

hesja@hesja.is

Svörum tölvupóstum fljótt. 

Vefspjall

Spjallaðu við sölumann hér í horninu.

Öruggar kortagreiðslur

 

Hesja ehf.
Kt. 600616-1100
Glerárgötu 36

600 Akureyri
Banki 0301-26-9145

AB varahlutir eru í
Glerárgötu 36 á Akureyri.

Eigum gott úrval bílavarahluta
á lager frá þekktum framleiðendum.

415-6415

Opið 8-18 á virkum dögum
og 10-14 á laugardögum.

Það er fljótlegt að hafa
samband hér fyrir neðan