Stórt farangursbox að aftan og aksturstölva með fyrir aðeins 50.000 kr. aukalega.
Snarler AT5 L koma í fimm litum:
Grásvart/blátt
Hvítt/rautt
Svart/grænt
Camo
Orange
Tæknilýsing
T3b dráttarvélaskráning Hvít númer, tveggja manna
499cc fjórgengismótor, einn sílinder DOHC 39 hestöfl / 44 Nm tog 2WD/4WD hátt/lágt drif 145 cm. hjólhaf / 25 cm. undir lægsta punkt Þyngd (með vökvum og fullum tank) 389 kg. 19 l. bensíntankur 25×8-12 framan / 25×10-12 aftan
Öll hjólin okkar koma vel útbúin: – TBOX búnaður fyrir app fylgir – Rafmagnsdriflæsingar hringinn – EPS Rafmagnsstýri – 12″ áfelgur – 25″ CST Abuzz dekk – Diskabremsur hringinn – Verklegar handahlífar – Sjálfstæð fjöðrun hringinn – 1.130 kg. spil og dráttarkúla – LED ljós og sætisbak
Lítill en öflugur
Í AT5L er 499cc. DOHC mótor sem er einn öflugasti mótor sem í boði er í 500 flokknum. Hann skilar 39 hestöflum og 44Nm togi, sem fer þessari stærð af hjóli vel.
CVTech skipting
AT5L hjólin koma með sjálfskiptingu á reim frá kanadíska framleiðandanum CVTech. Aflið skilar sér fyrirstöðulaust út í hjól sem skilar sér í mjúkum akstri og minni bensíneyðslu.
Öflug LED ljós
Við tökum öll hjólin inn með öflugum LED ljósum sem lýsa að 400.000 lúmenum. Þau gefa um 60% meiri birtu heldur en hefðbundin halogen ljós og lýsa töluvert lengra.
Stillanlegt rafmagnsstýri
Í hjólunum er rafmagnsstýri sem aðlagar sig sjálft miðað við aksturshraða og aðstæður, til dæmis hvort hjólið sé í fjórhjóladrifi og læsingum. Þú getur svo valið í appinu á milli þriggja stillinga um það hversu þungt eða létt þú vilt hafa stýrið.
Hjólið í vasanum
Þú getur stillt hjólið þannig að það virkist aðeins þegar þú nálgast það (bluetooth). Þú getur líka kveikt á kerfinu þannig að þú þurfir ekki lykil á hjólið.
Allar upplýsingar í símanum
Hjólið skilar gögnum í rauntíma yfir í appið, svo þú getur fylgst með til dæmis togi, nýttum hestöflum og hraða á meðan þú ert í túrnum. Í appinu er haldið utan um keyrða km. Þú getur tengst öðrum Segway hjólum í appinu og fylgst með staðsetningu þeirra á korti.
Diskabremsur hringinn
AT5L koma með diskabremsum allan hringinn. Þannig notar þú aðeins eitt bremsuhandfang eða fótbremsuna til að taka jafnt á öllum hjólum í einu. Hitt bremsuhandfangið er svo hefðbundin handbremsa með vír aftur, sem virkar þá sem neyðarbremsa.
Mismunadrif framan og aftan
Mismunadrif að bæði framan og aftan gerir hjólin mun mýkri í akstri, léttari í stýri og stöðugri á vegi. Bæði drifin eru svo læsanleg, í sitthvoru lagi að framan og aftan, svo þú getur drifið hvert sem er og losað þig úr öllum aðstæðum.
Mikill staðalbúnaður
Flottar 12″ felgur
1.130 kg. spil
Stillanlegt rafmagnsstýri
Tenging við app
Öflug LED ljós
100 kg. burðargrindur
Framstuðarar
Diskabremsur hringinn
Mjúkt sætisbak
Dráttarbeisli og rafmagnstengill
Digital skjár
Handahlífar staðalbúnaður
Aukahlutir í boði
Við eigum mikið úrval af aukahlutum til fyrir Segway fjórhjólin.
Þegar þú kaupir nýtt Segway fjórhjól færðu 20% afslátt af öllum aukahlutum og fría ísetningu.
Fjármögnunarmöguleikar
Öll fjármögnunarfyrirtæki lána fyrir Segway.
Almennt er lánað allt að 70-75% af kaupverði án virðisaukaskatts.
Dæmi – algengt lán upp á 800.000 kr. og útborgun þá 649.000 kr. Ef miðað við þriggja ára lán eru meðalafborganir um 27.500 kr. á mánuði, og ef miðað er við fimm ára lán eru þær um 18.500 kr.
Viltu vita meira eða viltu tryggja þér hjól?
Síminn hjá okkur er 546 0 415 í Hafnarfirði og 415 6 415 á Akureyri. Ef þú vilt tryggja þér hjól eða ert með spurningar er hægt að fylla út formið.