- Hliðtengdar sláttuvélar sem lyftast mikið upp í flutningsstöðu
- Gormar sem stýra fjöðrun sem auðvelt er að stilla án verkfæra
- Sterkbyggð og lokuð sláttuborð sem eru laus í endann
- Allar týpur koma með hraðskiptihnífum
- SafeCut: Sérstök vörn fyrir hvern og einn disk
- SmartCut: Engar óslegnar línur eftir slátt þar sem hnífarnir skarast mikið.
- Þægilegar í flutning þar sem þyngdarpunkturinn er akkúrat á miðri dráttarvélinni
Sláttuborðið
- Alveg lokað sláttuborð, mjög þétt og langtímasmurt
- Stórir og endingargóðir gírar tryggja hljóðlátan slátt og hámarksnýtingu afls
- Sláttuborðin eru opin í endan svo þau elti landið enn betur
Eftir áralanga þróun uppfylla lokuðu sláttuborðið hæstu gæðastaðla og þau vinna áreiðanlega og lekalaus árum saman.
Uppröðun diskana bíður upp á margar hæðarstillingar. Tannhjólin eru öll með stórum tvöföldum legum, svo vélarnar ráða við mjög þungan slátt.
Drifhúsin voru hönnuð af Krone fyrir vel yfir 30 árum og hafa sannað sig í gegnum árin. Mjög stór tannhjól, allt að 59 tennur, keyra aflið alla leið í gegnum sláttuborðið. Mikil niðurgírun á sér stað í drifinu og minni tannhjól snúa síðan hverjum og einum disk. Þannig eru vélarnar hljóðlátari, endingarbetri og nýta alltaf allt aflið.
Gírinn er við endann á sláttuborðinu svo leiðin frá aflúrtaki að sláttuborði sé sem styst.
SmartCut
Sumir diskar snúast í pörum og aðrir í andstæða átt við hvorn annan, svo aldrei verði eftir óslegnar línur.
Á milli skíða er ásoðin vörn til að verja sláttuborðið. Þetta gerir það líka að verkum að ekki safnist gras framan við eða á sláttuborðinu.
SafeCut
- Sjálfstæð vörn fyrir hvern og einn disk
- Kemur í veg fyrir að diskar geti rekist saman
- Slitlaus vörn sem ekki þarf reglulegt viðhald
- Brotboltar sem hagstætt er að skipta um eftir högg
Alveg sama hversu vel þú þekkir landið getur alltaf komið að því að þú rekist í grjót og aðskotahluti, sem oft leiðir til dýrra viðgerða. Krone SafeCut veitir sláttuborðinu hámarksvörn og þér hugarró. Þetta er staðalbúnaður í Krone sláttuvélum til að tryggja endingu vélanna.
Hver diskur hefur sína eigin höggvörn. Ef að hnífur rekst í grjót eða eitthvað þess háttar færist höggið upp í brotbolta sem gefur sig. Við það lyftist diskurinn upp um 15 mm. og höggið hefur því ekki áhrif á aðra diska.
Hvert smáatriði úthugsað
Það eru margar ástæður fyrir því að ActiveMow sláttuvélarnar séu góður kostur.
- Hraðskiptihnífar staðalbúnaður
- Auðvelt að sinna viðhaldi
- Mikil og góð vörn svo ekki komi til dýrra viðgerða
Hraðskiptihnífarnir eru alltaf staðalbúnaður. Mjög fljótlegt að snúa þeim eða skipta þeim út.
Skúffa fyrir auka hnífa.
Auðvelt að lyfta svuntunni allri upp til að sinna viðhaldið, mjög gott aðgengi.
AM – vélar með reynslu
Hliðartengingin er mjög hentug og létt, og býður upp á möguleikann á mikilli færslu bæði upp og niður. ActiveMow eru þekktar fyrir að fylgja landinu vél og hafa sannað sig vel við íslenskar aðstæður.
Sterkbyggt beislið er með brakketi til að geyma drifskaftið þegar það er ekki tengt við dráttarvélina.
Aflið flæðir í gegnum fyrirstöðulausa driflínu sem samanstendur af drifsköftum og gírum sem skila hámarksaflið jafnvel við erfiðar aðstæður.
Allt að 3.6 m. útfærslur í boði sem allar fylgja landinu vel
- Stórir gormar stýra fjöðruninni og þrýstingi við landið, á sama tíma og þeir tryggja jafnan slátt
- Mjög auðvelt er að stilla gormana án verkfæra
- Fjöðrunin er mjög næm og aðlagar sig fljótt
Góð og praktísk hönnun
Í boði er að fá stand fyrir vélina til að geyma hana í bæði flutnings- og vinnslustöðu. Þar sem vélin er opin í endann fer svuntan niður í flutnings- og geymslustöðu sem lækkar hæðina.
Mjög þægilegt er að tengja og aftengja vélina.
Búið er að fullkomna þyngardreifinguna þegar vélin er upprétt í flutningi. Hún fer upp um 100° og þyngdarpunkturinn er akkúrat á miðri dráttarvélinni.
Dreifa eða safna saman?
Hægt er að breyta því hvernig diskarnir safna eða dreifa grasinu. Flestir velja að safna grasinu saman inn að miðju svo ekki sé keyrt yfir það í næsta hring. Allar vélarnar geta safnað grasinu saman í miðju nema 3.6 m. vélin sem safnar þá grasinu í tvo múga.
Annar möguleiki er að dreifa úr grasinu þannig hver og einn diskur skili því beint aftur.
Þá snúast diskarnir í pörum og dreifa mjög vel úr grasinu.