Lýsing
Mjög sterkbyggður tveggja stiga snjóblásari sem er hannaður fyrir stór svæði og mikla vinnu. Hann er með öflugum 375 cc. STIGA WS 380 bensínmótor með þríhyrningslaga beltadrifi, sem tryggir gott grip á hálum og bröttum svæðum. Valsinn er 72 cm. breiður og tenntur, og mötunaropið er 37,5 cm. svo hann kemur frá sér allt frá púðri upp í þéttan og mikinn snjó. Hann kastar snjónum 13 metra við bestu aðstæður. Hiti er í handföngum, LED ljós og hægt er að tengja hann við 230V til að setja hann í gang með rafstarti.