Lýsing
STIGA ST 4262 P er áreiðanlegur tveggja stiga snjóblásari sem er ætlaður fyrir allt að 50 cm. snjó. Bensínmótorinn er frá Stiga og vinnubreiddin er 62 cm. Mjög þægileg túða sem auðvelt er að stjórna. Þessi er á 14″ Snow Hog dekkjum sem tryggja gott grip, og svo eru stillanleg járnskíði undir hliðum blásarans. Þau passa upp á að blásarinn rispi ekki gólfefni, til dæmis þegar unnið er á hellum og flísum. Hraðinn er stillanlegur með 6 gírum áfram og 2 gírum afturábak.